Það mælti mín móðir

Ég byrjaði á því að lesa um Egil Skallagrímsson. Svo lærði ég ljóðið Það mælti mín móðir eftir Egil Skallagrímsson sem hann samdi þegar hann var sjö ára. Mamma hans var ánægð með hann eftir að hann hafði drepið annan strák. Svo fórum ég í tölvur og fann myndir sem pössuðu við ljóðið. Svo setti ég myndirnar inná photo story og raðaði þeim í rétta röð. Þegar ég var búin með myndbandið talaði ég inná það og setti það inná www.youtube.com  Þegar ég var búinn að setja það inná youtube þá setti ég það inná bloggið.


Ritgerð um 13.öld

Fyrst lásum við bók sem heitir Gásagátan. Þegar við vorum búin að lesa bókina lásum við aftast í bókinni en þar voru upplýsingar um 13.öld. Svo fengum við blað sem voru 13 spurningar á og áttum  að svara þeim á lítil blöð. Við fengum líka aðra bók sem hét Snorri Sturluson og mannlíf á miðöldum sem áttum líka að nota til þess að svara  Þegar við vorum búin að svara öllum spurningunum fórum við í tölvur og áttum að skrifa svörin í word og búa til heimildaritgerð. Þegar við vorum búin með heimildaritgerðina settum við inn myndir og skrifuðum við þær. Þegar við vorum búin að gera alla heimildaritgerðina bjuggum við til aðgang að box.net og settum ritgerðina inná það. Svo settum við ritgerðina inná bloggið og hér er ritgerðin mín.

Eglu ferð

Þann níunda nóvember fórum við í rútu til Borgarness til þess að sjá staði sem tengjast ævi Egils Skallagrímssonar. Við fórum líka í Reykholt að sjá staðinn sem Snorri Sturluson bjó og var drepinn en hann er talinn hafa skrifað Egilssögu. Við fórum á Landnámssetrið og fengum heyrnatól til þess að hlusta á söguna um Egil og ættina hans. Við fórum í gegnum sýninguna og þegar allir voru búnir að sjá sýninguna þá fórum við að Brákarsundi þar sem Brák fóstra Egils stökk út í og þá kastaði Skalla-grímur í hana steini og hann fór í bakið á henni og þá drukknaði hún. Svo fórum við að haugi Skalla-Gríms og skoðuðum hann. Næst fórum við á Borg á Mýrum þar sem Egill bjó með fjölskyldunni sinni og þar var stytta sem heitir Sonartorrek.  Nærst fórum við í Reykhollt þar sem Snorri Sturluson bjó og borðuðum samloku og trópí svo tók Geir Waage á móti okkur og fór með okkur inn í kirkju og sagði okkur frá Snorra Sturlusyni.Við fórum að Snorralaug og fengum að kíkja inn í leynigöng síðan fórum við heim. Þetta var mjög skemmtileg ferð.

Norðurlönd

Á haustönninni höfum við verið að læra um norðurlöndin. Fyrst lásum við um öll norðurlöndin í bókinni. Þegar við vorum búin að læra um öll löndin þá fengu allir blað með tuttugu kössum og við áttum að skrifa efst á blaðið um hvaða land við ætluðum að gera um og inn í kassana það sem við vildum hafa á glærum inni í Power Point. Ég gerði um Danmörku af því að pabbi minn er að vinna þar.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband